Finnst hugsanleg lagasetning í kennaradeilunni afar slæmt mál. Hvers vegna? Svarið einfalt, kennarar munu auðvitað segja upp störfum nánast allir sem einn, enda engin önnur leið í stöðunni , vinnandi hjá sveitarfélögum sem virða störf þeirra afar lítils sem á laununum má merkja. Uppsagnarfrestur eru þrír mánuðir þannig að allt mun þetta renna saman í eitt, samningar okkar BSRB félaga og annarra s.s. framhaldsskólakennara sem eru lausir í lok mars.
Með lagasetningu er því óréttlætið fryst, stór deila óleyst, skólarninr í enn meira lamasessi en nú er og önnur og gríðarlegri átök í vændum. Lagsetning mun því ekkert leysa neitt nema síður sé og sennilega virka eingöngu um þriggja mánaða skeið þ.e.a.s út lögbundin uppsagnarfrest.
Íslensk láglaunapóltík er böl og löngu komin tími til þess að brjóta hana á bak aftur. Gef ekkert fyrir það að hagkerfið fari til fjandans, þó svo að kaupið hækki um nokkrar krónur. Vaxtaokur, verðsamráð, hátt vöruverð og annar vitleysisgangur í íslensku efnahagslífi hefur hingað til ekki þótt hafa nein áhrif.
Snýst málið kannski bara um það eitt að halda fjármagninu í vasa þeirra sem þegar hafa allt til alls? Mér heyrst mesta gagnrýni á verkfall kennara einmitt koma úr efri lögum samfélagsins og gott ef það er ekki akkúrat úr þeim ranni sem umræðan um hve nauðsynlegt sé að koma á einkaskólum er sprottin.
Þekki af eigin raun hina afar óbilgjörnu launastefnu sveitarfélaganna sem nánast öll sem eitt hafa afsalað sér forræði í jafn mikilvægum málum til launanefndar sveitarfélaganna. Ísland er í fallsæti hvað laun varðar ef tekið er mið af nágrannalöndum okkar þar með talið Grænland og Færeyjar
Launanefnd sveitarfélaganna á auðvitað ekki láta hafa sig út í sendiferð af þessu tagi. Sveitarfélögin hafa enga sérstaka skyldu til að ganga fram fyrir skjöldu praktíserandi grjótharða láglaunastefnu, sveitarfélögin í landinu eiga auðvitað að endurspegla vilja almennings í stað þess að vera persónugerfingur láglaunastefnu og ganga þar með fyrst og fremst erinda vinnuveitendasambandsins og annarra þeirra afla samfélagsins sem öllu vilja halda í lægstu viðmiðum nema e.t.v. eigin ágóða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli