Gengu í salinn ungu mennirnir tveir saman. Dressaðir í jakkaföt og bindi. skima salinn, sjá sem er að klæðnaðurinn er full formlegur, taka niður bindin og sá minni fer í pontu og setur í gang Power point showið
Kvaðst koma frá The Independence Party, sem hann kvað stærstan allra flokka á Íslandi og flokkurinn hefði ráðið öllu í fjölmörg ár. Flokkurinn væri flokkur allar stétta en stundum væri sagt að það væri of margir lögfræðingar í flokknum eins og t.d. hann sjálfur. Flokkurinn vildi meiri frelsi og einkavæðingu á öllum sviðum samfélagsins.
Sem dæmi um hve félagið hans ungliðahreyfingin væri stór, þá hefði hann formaðurinn fleiri atkvæði á bak við sig í formannskosningu en núverandi forsætisráðherra hefði fengið í síðustu þingkosningum. Mikið tillit væri tekið til þeirra sjónarmiða innan flokksins enda fjórir ungliðar á þingi, þeir Einbjörn, Tvibjörn, Þríbjörn og Fjórbjörn. Gerið mikið úr sínu fólki og sparaði hvergi stóru orðin í þeim efnum
Þegar hér var komið sögu varpað ungi maðurinn upp mynd af foringja flokksins, manni á miðjum aldri afar ábúðarmiklum, klæddum jakkafötum, sitjandi í miðjum hópi barna á aldrinum 4- 5 ára..... salurinn hló, enda hinn biblíulega skírskotun afar skýr og manni var auðvitað ljóst að erindið var trúarlegs eðlis fyrst og fremst og eina erindið af fjölmörgum sem var eins og kosningarfundur.
Markmiðið auðvitað ekki slíkt heldur það að ræða hvernig hægt er að virkja ungt fólk til þátttöku, hvernig félög af ýmsum toga geta virkjað ungt fólk til þátttöku hvert á sínu sviði. Hvernig lýðræði og í hvað formi það nýtist ungu fólki, er t.d kjörgengi við 18 ára aldur of hár aldur, er eitthvað annað form hægt að hugsa sér hvað varðar virkt lýðræði.
Jakkafatamaðurinn og lögfræðingurinn komst aldrei upp á þetta plan, en stóð sig hins vegar afar vel í trúboði fyrir þennan ofsatrúarsöfnuð sem hann nefndi The Independence Party
Annars fín ráðstefna daganna 20 - 23 apríl á Selfossi undir yfirskriftinni Ungdom, demokrati och deltagelse. Fjöldi góðra erinda og hugmynda. Þátttakendur voru fjölmargir og komu víða af Norðurlöndunum. Aldurinn 14 - 70 ára en unga fólkið í meiri hluta og allir sem einn virkir þátttakendur.
Fínt framtak og þarft hjá Æskulýðsnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar og vonandi að sem mest af því sem þarna fór fram verði gefið út öðrum til gagns.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli