Missti því miður af þeirri umdeildu og afargóðu heimildarmynd "Fiskur undir steini" sem sýnd var í Bæjarbíói s.l. laugardag á vegum Kvikmyndasafns Íslands.
Sá hins vegar í kvöld nokkrar góðar meðal annars "Bóndann" og "Við byggjum hús" eftir Þorstein Jónsson og "Að byggja Ísland" eftir Þorgeir Þorgeirson, allt saman ljómandi fínar myndir.
Skemmtilegt þema, heimildarmyndin. Fiskur undir steini var ekki í boði Grindavíkurbæjar og varð fyrir vikið hvöss þjóðfélagsádeila. Landvirkjum er með "heimildarmynd" um Kárahnjúka í vinnslu? Verður hún nokkuð annað Landsvirkjun að monta sig.? Heimildarmyndin er frábært listform þ.e.a.s. ef listamaðurinn er trúr viðfangsefninu sem því miður er ekki alltaf.
Hefði auðvitað þurft að sækja bíóið stíft undanfarið, í fræðsluskyni, sérstaklega slæmt að missa af áróðursmyndunum frá seinni heimstyrjöldinni sem sýndar hafa verið síðustu vikur, sennilega margt sem við verkalýðsforingjar getum af þeim myndum lært í "retorikinni" þó svo að viðfangsefni dagsins í verkalýðsmálum séu sem betur fer ekki í samræmi við þau sorglegu átök og hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér. Hins vegar veltir maður ósjálfrátt fyrir sér í þessu sambandi "fréttaflutningi " frá Írak eða miðausturlöndum
Hef áður sagt það og segi það aftur. Fínt safn, kvikmyndasafnið og virðingarvert framtak að halda úti kvikmyndaklassík af ýmsum toga. Hvet fólk til þess að kíkja í Bæjarbíó á þriðjudagskvöldum eða á laugardagseftirmiðdögum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli