Hvet alla sem vettlingi geta valdið til þess að sækja íbúaþingið í Hafnarfirði sem fram fer á laugardaginn. Íbúaþing er fínn vettvangur til þess að móta sitt bæjarfélag og hafa áhrif á þróun þess. Veit það að reynslan af þingum sem þessum er góð og fjölmargar og góðar hugmyndir og tillögur líta dagsins ljós. Á ekki von á öðru en að slíkt hið sama verði upp á teningunum hjá okkur. Verð því miður erlendis og kemst því ekki en hefði svo gjarnan viljað taka þátt. Óska öllum velfarnaðar á þinginu og vona að maður geti verið með næst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli