sunnudagur, 8. júní 2008

Hið Íslenska vændi

Lýtur greinilega öðrum lögmálum en alls staðar annars staðar í heiminum ef marka má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur nýverið yfir forsvarsmönnum tímaritsins Mannlífs.
Samkvæmt honum þá verður ekki annað talið en að starfsemi þessarar búllu sem oftast er nefnd Goldfinger sé i sann kristnum anda, eiginlega sunnudagsskólastarfsemi. Er því einni staður sinnar tegundar í heiminum.
Sennilegt er að blaðamanni hafi ekki tekist að leggja fram “þinglýstum þrælasamning” og dómurinn því ekki talið orð dansmeyjanna í skjóli blaðamanns sannfærandi.
Sorglegt því auðvitað er þessi íslenski bransi í engu öðruvísi en annars staðar. Fjallaði um þessi mál á dagskinnuni fyrir nokkrum misserum undir tiltlinum “Listdans og taugaáföll” sem hér fylgir með:

Listdans og taugaáföll
Var svo heppnin/óheppnin að á námsárum mínum (hinum fyrri) í Svíþjóð í upphafi níunda áratugarins, að fá tækifæri til þess að kynna mér ítarlega hið hollenska félagsmálakerfi og aðstæður þeirra sem minna mega sín í því þjóðfélagi. Þar í landi eru "listdansstaðir" víða. "Starfsfólkið" þar eru hvorki "háskólastúdínur" eða stúlkur sem vilja næla sér tímabundið í ríflegar aukatekjur.

Hollenski bransinn sem er ekkert öðruvísi en annars staðar og gengur á dópi. Sá sem er þræll fíkniefna á ekkert val og gerir hvað sem er fyrir næsta skammt. Í Hollandi fá um 95 % "listdönsurunum" taugáfall í "vinnunni" árlega. Ungar stúlkur á niðurleið er samnefndari yfir vegferð þessa fólks sem lendir í þessum ömurlegum aðstæðum. Frá "fylgdarþjónustu" í ræsið er því miður hinn bitri veruleiki.

Hér á landi eru þeir sem fyrir þessari starfsemi standa, að eigin sögn , lagðir einelti og sæta pólitískum ofsóknum? Málið er hins vegar að bransinn á Íslandi sker sig ekkert úr nema síður sé og hin "hörmulega" (í öllum skilningi þess orðs) "listdansstarfsemi" er ekki rekin á neinum öðrum forsendum en annarsstaðar, forsendum mannlegra auðmýkingar og niðurlægingar.

Það er undarlegt að hinir sönnu að gerendur í málinu kaupendur mannlegrar niðurlægingar(vændis)skuli ávallt sleppa. Skil ekki hvers vegna siðað samfélag eins og við viljum gjarnan að Ísland sé, hafi ekki tekist að koma lögum yfir þetta athæfi. Glæpamaðurinn sleppur en fórnalambið dæmt. Undarlegheit í meira lagi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli