fimmtudagur, 22. apríl 2010

Semi sorry

... er sennilega það "hugtak" sem  passar best um hin iðrandi "athafnaskáld" og skrif þeirra í fjölmiðla þessi dægrin. Virkar illa þar sem flest af þessu er samið af mönnum sem Jónas Kristjánsson fv ritstjóri  kallar með réttu "blaðursfulltrúa". Einbeittur og einlægur brotvilji, undanskot, skattsvindl og ólöglegir og siðlausir viðskiptahættir liðina ára eru í hróplegu ósamræmi við þessi skrif.  Þess vegna gera þessi undarlegu bréfakorn ekkert fyrir almenning en þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að viðkomandi bréfritarar, eða réttara sagt umbjóðendur þeirra, ástunda einhverja opinbera sjálfssefunn um að þrátt fyrir allt séu viðkomandi hinir vænstu menn en illu heilli leiksoppar ríkjandi aðstæðna?

Íslenskt samfélag þarf síst af öllu á svona "tilfinningaklámi" að halda.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli