fimmtudagur, 18. júní 2009
Í hvaða liði er landlæknir ?
Ég er alveg gapandi hissa á ýmsum ummælum landlæknis í Fréttablaðinu í dag. Ég hélt að landlæknisembættið tilheyrði forvarnarapparatinu. Reyndar er það svo að margir starfsmenn embættisins eru afar dugmiklir á þeim vettvangi og því undarlegt að æðsti yfirmaður embættisins sé í hróplegu ósamræmi við störf þess ágæta starfsfólks. Sorglegt að landlæknir skuli veifa hvítri dulu í "fíkniefnastríðinu". Hvað næst, ráðleggingar um hvernig nýta má kannabis til að vinna á þunglyndi vegna notkunar e-pillunnar? Nei takk ómögulega - Afnám laga fækkar "brotum" en bætir ekki raunverulegt ástand. Í þessum málaflokki þýðir ekkert að setja rassinn upp í vindinn og hrekjast undan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Með fullri virðingu; hverju hefur þetta "stríð" skilað okkur? Þekkir þú það af eigin raun? Hefur þú talað við unglinga, sem eru fórnarlömb þessa stríðs?
SvaraEyðahttp://skorrdal.is/horfin-von/
Ólafur Skorrdal
Já. En sjáðu til. Forvarnir eiga að fara fram með fræðslu, ekki ótýndum hræðsláróðri.
SvaraEyðaStríðið gegn almennum borgurum (það er ekki verið að stríða gegn efnunum sjálfum, enda oftast dauðir hlutir) hefur skilað því að sala vímuefna er í höndunum á glæpamönnum sem reyna í sífellu að stækka markað sinn. Þessu væri öðruvísi farið ef þessi gullgæs væri tekin úr höndum þessara glæpamanna.
Marijuana drepur engan. Til þess að fá banvænan skammt af THC (virka efninu í kannabisefnum) þarftu að neyta 2gja kílóa, sem er hverjum manni ómögulegt og engin skráð dauðsföll hafa orðið vegna neyslu á kannabisefnum í sögu læknavísindanna).
THC er minna ávanabindandi en nikótín, sem ríkið selur.
Ég ætla ekki að réttlæta einn ósið með öðrum, en hefur þú orðið var við það að fólk í verslunum sem selja tóbak reyni að selja þér sterkari sígarettur eða fá einhvern sem hefur fiktað við Winston Lights til þess að prófa nú einn kúbanskan vindil, það sé svo æðislegt?
Fíkniefnasalar í dag reyna oft að selja önnur efni - stækka markað sinn- til þeirra sem kaupa af þeim THC. Maður A gengur inn í hús til þess að verzla gras af manni B sem býður honum að kaupa MDMA eða amfetamín eða annað álíka - því það sé alveg geðveikt gott og hann bara verði að prófa! -> þannig virkar kannabis sem gateway lyf; salan er í höndunum á mönnum sem eru að reyna að stækka markað sinn og bjóða meira og meira.
Ég hef ekki ennþá orðið var við slíkt með löglega vöru. Hefur þú orðið fyrir því að sölumaður í ÁTVR bendi þér á Jack Daniels þegar þú spyrð hann útí bjór?
Þetta gerist nefnilega ekki á löglegum markaði.
Árleg velta kannabisefna á Íslandi nemur um 7.000.000.000 Ikr sem fara óskattlagðar um neðanjarðarkerfi í hendur glæpamanna.
Finnst þér það jákvætt?
Það er alveg rétt hjá þér að það þýðir ekkert að setja rassinn upp í vindinn og hlaupa á brott, en það þýðir heldur ekkert að ljúga að börnum og unglingum þessa lands með hræðsluáróðri. FRÆÐSLA virkar betur en HRÆÐSLA.
Stríðið gegn fíkniefnum er mun hættulegra en fíkniefnin sjálf.
Ég mæli sterklega með því að þú kíkir inn á kannabis.net hvar áhugafólk um lögleiðingu hefur sinn vettvang og skoða stefnuatriði samtakanna Gras-Rótarinnar.
Sjálfur sit ég í stjórn þeirra samtaka og ég get sagt þér að forvarnarstarfsemi er okkur öllum ofarlega í huga, enda þekkja stjórnarmenn flestir ljótleika þeirrar neðanjarðarstarfsemi sem haldið er á floti með núverandi löggjöf.
Eins vil ég biðja þig að LESA svar landlæknis við formlegri kvörtun Ólafs Skorrdal vegna LYGA, MEIÐYRÐA og RANGRA UPPLÝSINGA sem ÞT hjá SÁÁ hefur látið útúr sér.
Með bestu kveðju og ósk um málefnalegt svar.
Einar V. Bj. Maack
jáh.. guð forði því að það verði hlutlaus og málefnanleg umræða um þessi mál...
SvaraEyðaég get bara ráðlagt þér að lesa það sem landlæknir segir ... betur...
þú virðist vera að miskilja hann.. kannski viljandi.
Landlæknir gerir það sem hann á að gera. Fjallar um málið á læknisfræðilegum forsendum. Hvað annað á maðurinn að gera.
SvaraEyðaHann er ekki að falla í gryfju hatursáróðurs eins og sumir sem ég nefni ekki. Það er merkilegt að hlusta á undarlegar kenningar margra um þessi mál. Þetta er eins og að hlusta á rasista. Hatrið stjórnar öllu og ekkert plás er fyrir rök eða hófsemi. Dópið á bara að banna og ykkur er skítsama um hversu marga þið drepið í krossferð ykkur.
Forvarnarapparatið hefur lítið skylt með Hræðsluapparatinu. Það er stór % ungs fólks sem fer út í vímuefni vegna þess að það finnur rannsóknir sem að segja allt annað en það sem sagt er við það í grunnskólum. Það að halda uppi staðhæfingum líkt og að kannabis drepur gerir margt verr en gott.
SvaraEyðaÞú getur kannski litið svo á að litlar hvítar lygar séu í lagi til að fá krakka til að haga sér eða það sé sent á Villingaholt, að krakkar þurfi að borða gulrætur til að fá góða sjón eða að jólakötturinn er að koma að éta þau en persónulega tel ég það óábyrgt að ljúga að krökkum um eitthvað jafn hættulegt og vímuefni.
Ég hef unnið í unglingabransanum nánast alla mína starfsævi og því miður þekki ég allt of mörg ungmenni sem hafa farið afar illa út úr kannabisneyslu. Einhverjar "fræðilegar" skylmingar um kosti kannabis umfram önnur eiturlyf breytir engu um þá staðreynd.
SvaraEyða"Ég hef unnið í unglingabransanum nánast alla mína starfsævi og því miður þekki ég allt of mörg ungmenni sem hafa farið afar illa út úr kannabisneyslu. Einhverjar "fræðilegar" skylmingar um kosti kannabis umfram önnur eiturlyf breytir engu um þá staðreynd."
SvaraEyðaUngmenni hafa ekkert að gera með að neyta vímuefna, okkur hinum á að vera það val. Fyrir þessu hefur skapast nokkur hefð, sbr. áfengi og tóbak. Miðað við vilja landsmanna til neyslu kannabis, þá verður þessu ekki vísað frá sem "fræðilegar" skylmingar! þetta málefni er gríðarlega mikilvægt og að halda öðru fram gæti því kallast að stinga "höfðinu" í sandinn!
Það verður alltaf þörf fyrir forvarnarstarf og ég mér þykir mikið til þess koma að þú skulir gefa þinn tíma til þess.
SvaraEyðaEn við hljótum að vera samála um að áhrif kannabis á unglinga eigi ekki að stjórna því hvort fullorðið fólk fái að njóta þess. Það er ekki eins og því fylgi ónæði fyrir aðra eins og vill t.d. vera með áfengi.
Á þeim nótum, getur þú nefnt eina ástæðu fyrir því að leyfa það ekki?
Lögleiðingarsinnar eru að reyna að benda á kosti og galla kannabis á móti kostum og göllum löggjafarinnar.
SvaraEyða"Skilmyngarnar" verða að vera fræðilegar og byggðar á vísindum en ekki sögum og lífsreynslu.
Ástæðan er sú að þó svo að þú hafir kynnst mörgum unglingum sem hafa farið illa úr kannabismisnotkun þá þýðir það ekki að allir, né flestir, fari illa úr þeim.
Fræðileg vísindi segja okkur að það er stærra hlutfall sem fer illa úr áfengisneyslu og nicotinreykinga heldur en Kannabis neyslu. Samkvæmt svarinu frá landlækni þá eru talið að 9% af kannabis-notendum verða háðir efninu en 15% sem verða háðir alcoholi.
Eins og staðan er í dag þá ertu að þvinga kannabisneytendur (sem eru uþb 1/4 til 1/3 af þjóðinni) til að stunda við glæpamenn,glæpamenn sem er alveg sama hvort að neytandinn sé 13 eða 23, og þessir 9% neyðast til að lifa í þeirra heimi.
Mig grunar að þú hafir mestmegnis kynnst þessum 9% hóp.
Mér finnst ég verða að taka það fram að ég neyti ekki kannabis en ég þekki marga sem gera það. Ástæðan fyrir því að ég vill lögleiða kannabis og selja það í ATVR er vegna þess að ég vill ekki að þessi neðanjarðarheimur sé til þegar börnin mín verða unglingar.
Ég á tvo frændur sem eru 11 og 12 ára gamlir og ég er hræddur um það að þeir geti reddað sé kannabis, LSD og hvað sem það nú er sem þessir gæjar selja, en þeir geta ekki reddað sér áfengi, sem er ótrúlegt að við skulum þola þesslags rugl.
Mín pæling er sú að, ef að ekki væri til þessi neðanjarðar-svarti-heimur þar sem menn svífast einskis til að græða peninga á sölunni, myndir þú þá þekkja svona marga unglinga sem hafa farið illa út úr þessum efnum.
Sælir nú!
SvaraEyðaUnglingarnir þínir eiga léttara með að redda sér grasi en áfengi. Gott og slæmt. Gott, sýnir að lögleiðing áfengis og færa sölu þess í hendur ríkissins virkar. Slæmt að ungmenni séu að neyta vímugjafa og eiga skuggalega auðvelt með að redda sér þeim og eru oft með í dreifingunni á þeim.
Hvað ef lögleiðing felur í sér heft aðgengi barna og ungmenna að þessum vímugjafa? Hvað ef að neysla eykst ekki með lögleiðingunni? Hvað ef að ríkið fái fullt af aurum og við þurfum ekki að búa með þessum fáránlegu skattahækkunum sem eru í gangi? Fullt af aur með útflutningi og sölu á kannabis? Hvað um að hætta að flokka kannabis með harðari efnum, hræða börnin með órökstuddum áróðri og vitleysu? Fræðum þau frekar, viljum ekki að þegar/ef þau fá sér jónu að þau hugsi að þau geta nú alveg eins fengið sér kókaín fyrst þau eru að þessu. Í huga þeirra er þetta sami hluturinn og jafn slæmt miðað við forvarnarstarfsemi á vegum SÁÁ og fl.
Þetta eru kenningar og staðreyndir sem eiga við ótrúlega sterk rök að styðjast. Alveg klárlega það sterk að þetta mál á að verða opnað alveg.
Ekki halda því fram að ég skrifi þetta undir þeim hatti að ég vilji lögleiða til þess að ég geti reykt í friði, ég reyki ekki en ber fulla virðingu fyrir fullorðnu fólki sem tekur þá ákvörðun að nota þetta til þess að líða betur. Bara finnst þetta vera svo augljóst mál og get ekki séð hvað stendur í vegi fyrir þessu.
Hættum að búa til glæpi, búum til peninga og betra samfélag. Hugsum aðeins út fyrir boxið, burt með gamla áróðra og íhaldsemi.
ps. Landlæknir er í sama liði og þú, skal lofa þér því. Hann bara veit aðeins meira um málið en flestir. Þ.á.m. þú og ég.
Hafsteinn Helgi