mánudagur, 31. ágúst 2009

Af pólitísku kennitöluflakki

Það verður að segjast eins og er að oft hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt betri daga í íslenskri pólitík en nú um stundir. Málflutningur formannsins í Valhöll um daginn hljómar eins og að flokkurinn hafi fengið nýja kennitölu og komi ekki lengur við gamla kennitalan eða mál henni fylgjandi. Þarna var um að ræða afneitun á heimsmælikvarða. Er auðvitað absúrd eins og reyndar sneypirför aðal hugmyndafræðings flokksins um daginn í mótmæli gegn sjálfum sér á Austurvöll með bók sína „Svartbók kommúnismans“ undir hendinni. Fullkomlega misheppnað PR hjá hugmyndafræðingnum ,var svona álika „gáfulegt“ eins og að kveikja sér í sígarettu í púðurgeymslu.

Hugmyndafræðilegt gjaldþrot er staðreynd og bjartsýni að halda að gamla þrotabú frjálshyggjunnar nýtist eitthvað inn í framtíðina. Oddur Ólafsson heitinn og ýmsir aðrir mætir menn héldu uppi merkjum samhygðar og félagshyggju innan Sjálfsstæðisflokksins í eina tíð. Þá var öldin önnur og engin kannast við slíkt lengur, núna eru tímar frjálshyggjunnar og fyrirheitnu löndin eru Argentína og Chile. Hinn pólitíski kompás íhaldsins er í algeru lamasessi og bendir einungis á „ysta hægrið“ og meðan að svo er þá á flokkur lítið erindi við samtímann og fjarri því að vera það afl sem einu sinni var.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli