þriðjudagur, 14. júlí 2009

Jón Hlöðver Áskelsson

... tónskáld er praktíserandi menningarveita sem gerir það að verkum að maður á erindi oftar en ella til Akureyrar. Sá og heyrði í Kvartett Inga Rafns í Ketilhúsinu s.l fimmtudag þar sem téður Jón Hlöðver kynnti kvartettinn til leiks. Fínir spilarar m.a Sigurður Flosason sax, Kjartan Valdimarsson píanó og einn efnilegast bassaleikari landsins Valdi Kolli. Mjög fínir tónleikar en ekkert einsdæmi því tónlistarlífið á Akureyri er í miklum blóma og hefur verið um margra ára skeið. Minnist með gleði Djangó jazz hátíðar sem ég sótti fyrir nokkrum árum og var sérstaklega vel heppnuð. Þetta og margt fleira sprettur ekki fram af sjálfu sér, það er fyrir tilstilli manns eins og Jón Hlöðvers og hans samstarfsmanna sem auðugt tónlistarlíf verður að veruleika. Og slíkt fólk er mikill akkur fyrir sitt bæjarfélag og þess nýtur Akureyrarbær ríkulega.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli