miðvikudagur, 29. júlí 2009

Sniðgöngum auglýstar áfengistegundir

Núna í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar munu áfengisauglýsingar dynja á börnum og ungmennum og ekki síst í þeim miðlum sem sérstaklega höfða til æskunnar. Réttindi barna og unglinga eru fótum troðin og þau njóta ekki lögvarinna réttinda. Við foreldrar og forráðmenn barna og unglinga og aðrir sem bera hag þeirra fyrir brjósti erum ráðþrota gagnvart þessu. Það er auðvitað illa komið þegar að hagsmunaaðilar í krafti gífurlegs fjármagns fara sínu fram, óháð lögum, fjölda dóma og almennu siðferði.

Við foreldrar
, afar og ömmur og allir þeir sem bera hag æskunnar fyrir brjósti við þurfum að sýna hug okkar í verki gagnvart þessum ólöglegu áfengisauglýsingum og sniðgagna með öllu auglýstar áfengistegundir – Á maður að eiga viðskipti við fyrirtæki sem otar áfengi að börnum manns með ólöglegum áfengisauglýsingum? Það er ekki við hæfi.


Foreldrar – forráðamenn og allir þeir aðilar sem hafa velferð æskunnar að leiðarljósi - Sýnum hug okkar í verki - Sniðgöngum auglýstar áfengistegundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli