laugardagur, 28. júní 2008

Stjórn RÚV - opið bréf

Stjórn RÚV ohf
Hr. formaður Ómar Benediktsson

Að kveldi hins 18. Júní s.l strax eftir 22 fréttirnar í ríkissjónvarpinu birtust, nánast venju samkvæmt áfengisauglýsingar. Hin fyrri var um Víking bjór. Orðfæri , orðabeygingar , málfræði og allt í auglýsingunni með þeim hætt að augljóst var að þar var um áfengisauglýsingu að ræða. Orðið léttöl sem birtist í lok auglýsingarinnar er hvorki í samræmi við texta eða myndmál auglýsingarinnar. Einnig vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort miðstöð málverndar í landinu, Ríkisútvarpið, telji við hæfi að birta auglýsingar sem innhalda eins illa unnin texta og hér um ræðir - "Hann léttöl /ið ... sem er bruggaður" ?

Hin auglýsingin var um Thule bjór og í þeirri auglýsingu var ekki gerð nein tilraun til þess að draga dul á hvað verið var að auglýsa.

Útvarpsþátturinn Poppland á Rás 2 hefur undanfarnar vikur verið undirlagður í áfengisauglýsingum eins og svo oft áður. Slík hefur síbyljan verið að það hefur á stundum vart mátt greina hvort dagskráin sé í boði og kostuð af áfengisframleiðandanum Tuborg (Ölgerðar Egils Skallgrímsonar) eða hvort um starfsemi að vegum RÚV sé að ræða.

Það eru foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum mikil vonbrigði að RÚV skuli með kerfisbundnum birtingum áfengisauglýsinga virða réttindi barna og unglinga í landinu að vettugi og brjóta á lögvörðum rétti þeirra til þess að vera laus við áfengisáróður sbr lög þar um. Samtökin skora hér með á stjórn RÚV ohf að stöðva allar þessar beinu og óbeinu áfengisauglýsingar sem allar eiga það sannmerkt að vera ólöglegar og langt fyrir neðan virðingu fyrirtækisins. Telji fyrirtækið minsta vafa hvað varðar "lögmæti" þessara áfengisauglýsinga þá ber því hlutverki sínu samkvæmt að láta börn og unglinga í landinu njóta þess vafa.

f.h Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum
Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson, formaður

Afrit:
Menntamálaráðherra
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Stjórn RÚV ohf

1 ummæli:

  1. Frábært, það styðja þig margir. Er ekki hægt að kæra alltaf þegar birtast áfengisauglýsingar?

    SvaraEyða