Vissi ekki að Hagkaup hefði vínveitingaleyfi? Vínkynning og smökkun í Hagkaupum?Verslunarstjóri Hagkaupa fer á kostum í viðtali í Fréttablaðinu í dag, kvartandi yfir því að í hvert sinn sem talað er um að selja brennivín í búðum þá fari "lobbýistavélarnar" í gang. Verslunarstjórinn á þá sennilega við fólkið í landinu, sem nota bene er á móti áfengisauglýsingum og að áfengi sé selt í matvörubúðum.
Sorgleg og hrokafull ummæli í ljósi þess að sá bransi sem hann tilheyrir og þjónar hefur ausið hundruðum milljóna í ólöglegar áfengisauglýsingar, keyptar umfjallanir og kjánaskap eins vínsmökkun í Hagkaupum o.fl í þeim dúr. Allt athæfi sem ganga þvert á vilja almennings en allt í þeim tilgangi að þjóna ítrustu viðskiptahagsmunum.
Hagkaup hefur hvorki vínveitinga - eða áfengissöluleyfi og því er óskhyggja verslunarstjórans um að fólk kaupi rauðvín með kjötbollunum á miðvikudögum fyrst og fremst draumsýn. Legg til að Hagkaup höndli réttu megin við lög í landinu, þrátt fyrir "lobbýistaliðið". Ég á ekki von á öðru en að Hagkaup fái á sig kæru vegna "kynningarinnar" - öll brot kærð stendur í mörgum verslunum - á það ekki líka við um áfengislagabrot?
Áfram Árni. Ég þakka þér fyrir að fylgjast með þessum málum. Ég væri sammála því að öll lögbrot með áfengisauglýsingum væru kærð. Er það mögulegt?
SvaraEyðaBlessuð - Já verður mjög einfalt í gegnum væntanlega heimasíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum - Hvetjum fólk eindregið til þess að senda inn ábendingar og kærur vegna þessara mála - ekki veitir af.
SvaraEyðaHeimasíðan verður rækilega auglýst þegar að hún fer í loftið. Kveðjur Árni