þriðjudagur, 3. júní 2008
Flott 100 ára afmæli
Náði reyndar bara sunnudeginum sem var í alla staði flottur. Veðurguðirnir, sem oft eru flóknir og erfiðir samskiptum sínum við okkur sem staðið höfum í svona stórræðum, voru í sólskinsskapi þó svo að Kári hafi haft sig verulega í frammi seinni part sunnudagsins. Það er mikil vinna og mörg handtökin á bak við stóratburð af þessum toga og því ekki alltaf sjálfgefið að allt gangi upp. Skipuleggjendur og framkvæmdaaðilar stóðu sig með sóma. En hvað með það óska samsveitungum mínum í fegursta bæ landsins til hamingjum með 100 ára afmæli bæjarins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli