fimmtudagur, 2. desember 2004

Meiri vitleysan hjá mér í Kastljósinu í kvöld

Auðvitað eru blessaðir jólasveinarnir til. Þekki sjálfur marga jólasveina . Er reyndar sjálfur óttalegur jólasveinn sem sannast best á því að vera blanda þeim að ósekju inn í einhvern umræðuþátt.


Stúf og Kertasníki hitti ég báða tvo ljóslifandi í jólaþorpinu í Hafnarfirði á laugardaginn var. Þeir voru að vísu aðeins á undan áætlun. Voru dulítið stirðir karlagreyin enda búnir að vera lengi á fjöllum. Sungu samt og trölluðu, kváðust hafa í mörgu að snúast næstu vikurnar og þá sérstaklega við að gefa í skóinn, íslensk börn hefðu verið eins og venjulega mjög þæg og góð þetta árið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli