Það kom mér ekki á óvart að Mugison fékk fimm tilnefningar til hinna íslensku tónlistarverðlauna. Kæmi mér heldur ekki á óvart að næsta stóra íslenska "meikið " í útlöndum yrði þessi framúrskarandi vestfirski tónlistarmaður. Maðurinn er auðvitað á góðri leið með það nú þegar, held samt að það eigi eftir að verða miklu meira út úr þessu hjá honum á næstu misserum. Fantagóður gítarleikari og lagasmiður, erfitt að staðsetja hann tónlistarlega enda bara einn Mugison til. Frábær árangur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli