Nei sem betur fer ekki enda þau ágætu samtök meðvituð um það að til þess að hafa fullkomið kontrol á stöðunni þarf fólk að vera alsgáð og einbeitt. SÁÁ fólk gerir sér grein fyrir því vitandi af biturri reynslu að best er að sjá hlutina eins og þeir eru en ekki eins og maður heldur að þeir séu. Meðvirkni og afneitun eru því ekki í boði. En hins vegar er slíkt ávallt kvilli þeirra sem þjást í virkum alkahólisma og aðstandenda þeirra
Datt þetta í hug í morgun þegar ég vara að lesa meðfylgjandi grein í Fréttablaðinu eftir Dr. Hannes Hólmstein Gissurarson “Hvað gerðist” (í partý-inu). Þar sem einn fremstu skipuleggjendum veislunnar miklu fer að fimbulfamba út og suður um það að allt sem gekk úrskeiðis í partýinu væri öllum öðrum að kenna en þeim sem skipulögðu það, vitlausir gestir, og ómögulegir nágrannar. Hannes bendir einnig á önnur partý öllu verri þannig að hans partý hafi þrátt fyrir allt verið mjög vel heppnað og svona mætti lengi telja. Svona partý lifi áfram það þurfi bara nýja gesti í þessa tegund af partýum . Jafnvel þurfi að setja einhverjar umgengisreglur en auðvitað bara tímabundið
Bullandi meðvirkni og afneitun um ástand efnahagsmála myndi einhver kalla skrif doktorsins og spurningin því sú hvort heppilegt sé að maður með slíkt veganesti sé í stjórn Seðlabankans – Partý-ið er búið og annað slíkt verður ekki haldið í bráð. Afneitun, meðvirkni og blind bókstafstrú er ekki það sem þarf í dag við “stjórn“ Seðlabankans – alveg á sama hátt og að í stjórn SÁÁ er ekki pláss fyrir virka fyllibyttu.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
SvaraEyða