Nú er að snúa sér að heimasíðunni að nýju og hopa hvergi þó á móti blási. Vandamálið er það að ég hlóð niður tilbúnu "template" sem sennilega er með einhverjum innbyggðum böggum í, því mér tekst ekki að skilgreina textasvæði og allt sem ég set inn vistast sjálfkrafa sem nýtt template og skiptir þá engu þótt ég visti skjali sem index file. Þessa stundina, og meðan ég bíð eftir alvöru Stúdío MX pakka, þá er ég að spá í að henda út þessu template og öllu sem því fylgir og setja upp nýja síðu frá grunni eða prufa annað tempalte sem vonandi lætur betur að stjórn en þetta skapalón.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli