þriðjudagur, 18. febrúar 2003

Nú eru góð ráð dýr. Var að fikta í heimasíðunni ( í samræmi við markmið mitt frá 14/2 s.l. um að koma síðunni í þokkalegt horf, eins og þar segir ) og það skipti engum togum hún er týnd og tröllum gefin. ( og farið hefur fé betra ) Þetta er ekki gott skal ég segja ykkur enda nóg að gera á öðrum vígstöðum þessa daganna, er í tveimur lotum þessa vikuna bæði í eigindlegri og megindlegri aðferðarfræði og því lítil tími til að sinna tölvumálum. Mun hugsa ráð mitt vendilega og næstu daga. " Lífið er eilíf barátta við eigin heimsku og annarra" var sagt um baráttu sem lítið miðaði. Nú er bara og bretta upp ermarnar og snúa vörn í sókn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli