miðvikudagur, 12. febrúar 2003

Jæja núna er manni ekki til setunnar boðið lengur og kemur nú til kasta hinnar Asíu ættuðu og nokkuð takmörkuðu útgáfu Dremweavers sem ég hef "notast " við undanfarið. Mér dettur helst í hug að Orginal-inn sem ég hef beðið eftir lengi komi einna helst með farfuglunum úr þessu. Amazon sendir sín forrit nánast hvert í heim sem er með 2- 3 daga fyrirvara. Það verður því ekki sagt að snerpa ráði ríkjum hjá hinum íslenska söluaðila, sér í lagi þegar að haft er í huga afar eindrægur vilji minn til viðskipta. Ég hef í huga að setja inn CV-ið á blessað síðuna er hún kemst í almennilegt stand, sem ég vona að verði fyrr en seinna.

Er að leita að html kóða fyrir gestabók á bloggerinn? Er einhver þarna úti sem getur gefið mér upplýsingar um góðan kóða ?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli