Það var afar vel til fundið hjá Salvöru að viðhafa þessa opnu tíma á laugardögum. Í gærmorgun var Björn Fireworks spésíalisti á staðnum og gaf góð ráð. Hitt var ekki síður fínt að hitta samstúdenta sína til skrafs og ráðagerða því það leiðir fólk vissulega áfram. Einhver kann lausn á því sem maður er velta fyrir sér og kannski getur maður gefið einhverjum ráð. Þetta er því finn vettvangur til skoðanaskipta og hvet ég sem flesta sem tækifæri hafa til að mæta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli