Ég er alveg harðákveðinn að heimsækja höfuðborgina í fyrramálið. Reykvíkingum mörgum hverjum finnst Hafnarfjörður vera langt úti í sveit ( sem ég tek reyndar sem meðmæli ) þannig að ég segi bara það sama og bæti um betur, "Reykjavík er stærsta úthverfi Hafnarfjarðar". Tilgangur fararinnar er göfugur og felst í því að sækja tíma í tölvustofunni í hinu fína menntasetri Kennaraháskóla Íslands. Markmiðið að einbeita sér að því að koma heimasíðunni í þokkalegt form.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli