mánudagur, 4. apríl 2011

Músiktilraunir og Íslenska óperan

Þá er velheppnuðum Músiktilraunum lokið. Umgjörðin sem fyrr frábær í alla staði og afar viðeignandi að hafa lokakvöldið í Íslensku óperunni. Sem endranær tóku þátt fjöldi efnilegra listamanna, fjölbreytt tónlist, frábær flutningur og sköpunargleðinn í fyrirrúmi. En eitt árið í glæsilegri 30 ára sögu Músiktilraunanna sem eru sannkallaður stökkpallur fyrir ungt tónlistarfólk eins og dæmin sanna, nánast allir fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar hafa einhverja snertingu við Músíktilraunir í upphafi á sínum ferli.
Það eru margir sem hafa lagt hönd á plóginn til þess að gera þennan menningarviðburð að veruleika. Fyrir utan listfólkið og starfsmenn Hins Hússins (HH)  er framlag fólks eins og Markúsar Guðmundssonar framkvæmdastjóra  HH, Ásu Hauksdóttir deildastjóra  menningarmála í HH, Hauks Harðarsonar tæknigúrús HH, Óla Palla á Rás tvö og Árna Matthíassonar blaðamanns á Morgunblaðinu algerlega ómetanlegt. Allt hefur þetta fólk hvert á sínum sínum vettvangi stuðlað að velheppnuðum Músiktilraunum ár eftir ár og unnið að því af miklum metnaði og meira eða minna í sjálfboðavinnu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli