Jakob F. Þorsteinsson og eiginkona hans Vanda Sig. samstarfsfólk mitt við Tómstunda- og félagsmálafræðibrautina við MVS HÍ eru að flytjast af landi brott. Er auðvitað ekki gott en skiljanlegt eins og ástandið er hérlendis.
Kobbi hefur fengið fína stöðu við Inverness College UHI sem er hluti af University of the Higlands and Islands háskólanum en þar var hann m.a. við nám þegar hann vann að afar vandaðri M.A ritgerð sinni um útinám. Kobbi er okkar fremsti sérfræðingur í öllu sem viðvíkur informal education og outdoor learnig and leisure og mun stýra þeirri deild háskólans í Inverness.
Það er auðvitað ekki einfalt að flytjast á milli landa en svo heppilega vill til að Vanda sem stundar doktorsnám við HÍ getur einfaldlega unnið að því verkefni frá Skotlandi,. Hitt svo annað mál að Vanda mun sennilega taka að sér þjálfun Innverness City Ladies Fotball Club en liðinu hefur gengið afar illa í skosku kvennadeildinni, eru í næst neðsta sæti og verulega farið að hitna undir núverandi þjálfara, sem vægast sagt er afar umdeildur. Ég óska þeim velfarnaðar í mikilvægum störfum en ljóst að það verður skarð fyrir skildi í deildinni okkar næstu misserin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli