mánudagur, 11. apríl 2011

Allir eiga sér sitt eigið Icesave

Icesave málið er „lang besta deila“ sem skotið hefur upp kollinum í Íslensku samfélagi um áratugaskeið. Deilan býður upp á eins marga fleti og hverjum og einum sýnist. Hugmyndir og tilfinningar verða í hita leiksins að staðreyndum sem verða grunnur að umræðum sem leiða til einhverra þeirra ályktanna sem smella passa við skoðanir og eða tilfinningar viðkomandi þá stundina og skipti í engu hvora hliðina menn studdu.

Þannig gátu pólitískir hugmyndasmiðir hrunsins stillt sér upp við hlið fórnarlamba hrunsins og mælt einum rómi mót því að samþykkja Icesave þó svo að á allt öðrum forsendum hafi verið. Annars vegar hinn eindregni vilji að koma ríkisstjórninni frá og komast til valda með hvað ráðum sem hægt er og hins vegar venjulegt fólk sem er stútfullt af réttmætri reið vegna hræðilegra aðstæðna í kjölfar hrunsins. Venjulegt fólk og flokkshestar í grímubúningum og allt þar að milli, allir eiga sitt eigið Icesave. Dæmi um gæðin í deilunni er þegar að forsetinn í baráttu við heimskapítalismann er orðin ein helsta fyrirmynd hugmyndasmiðs nýfrjálshyggjunnar hér á landi. Samsinnungar hvor af sínum pólitíska kanti. Það er af sem áður var – sama ferð sitt hvor tilgangurinn ? Allir eiga sitt eigið Icesave sem sameinar hið ólíklegast fólk og sundrar öðru.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli