sunnudagur, 29. ágúst 2004

Vel mælt hjá Halli Magnússyni

Sviðstjóra hjá íbúðarlánasjóði í Fréttablaðinu í dag þegar hann spyr: „...af hverju bankarnir geti boðið lánin á svo miklu lægri og betri kjörum nú en áður þegar þeir hafi alla tíð notið fyrsta veðréttar á húseignum: „Ástæðan er skýr. Þeir vonuðust til þess að eftirlitsstofnun EFTA setti starfsemi Íbúðalánasjóðs skorður. Þeir vonuðust til að Íbúðalánasjóður þyrfti að draga úr lánastarfsemi sinni til þess að geta boðið upp á hærri vexti en 4,4% og hagnast á íbúðalánum."

Svo mörg voru orð sviðstjórans. Kjarni málsins augljós, ýtrustu ofur gróðasjónarmið leiðarljós bankanna nú sem endranær.

Verður alltaf jafn hjárænulegt hjá þessum bransa þegar hann þykist vera að gera almenning stórkostlegan greiða . Saga okurvaxta og ofur þjónustugjalda sýnir okkur og kennir augljóslega annað.

Sé því enga leið skynsamari í dag en að efla Íbúðarlánasjóð enn frekar og gera góða stofnun að enn betri stofnun enda hag almennings er augljóslega mun betur borgið með því fyrirkomulagi en óskafyrirkomulagi bankanna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli