Það hafa sennilega verið vel á fimmta hundrað unglingar í félagsmiðstöðinni Öldunni í kvöld. Húsið var algerlega stappað og rífandi stemming. Tilefnið var úrslitakvöld söngkeppni Hafnarfjarðar. Fín keppni fjölbreytt lagaval fínn flutningur en því miður aðeins þrjú efstu í keppninni sem fara í söngkeppni SAMFÉS, hefðu mátt vera mun fleiri miðað við standardinn.
Veit að okkar fólk á eftir að ná langt. Sigurvegarinn Berglind Björk, fremst meðal jafningja, úr félagsmiðstöðinni Verinu, söng lagið Líf snilldarlega og fer sennilega langt í SAMFÉS keppninni. Virkilega ánægjulegt kvöld og öllum til sóma
Engin ummæli:
Skrifa ummæli