Brá mér í Menntaskólann við Hamrahlíð í gærkvöldi. Erindið að fylgjast með ræðukeppni framhaldsskólanna en þar atti Flensborg kappi gegn MH.
Fín keppni í alla staði og góð frammistaða. Þó svo að mínir menn hafi lotið lægra haldi þá er það fínn árangur að ná inn í fjögurra liða úrslitkepnninnar. Flensborgarar eru reynslunni ríkari og leiðin bara upp á við.
Morfískeppnin er gott upplegg og fínn vettvangur menntaskólanema til þess að þjálfa sig í því sem kalla má hornstein lýðræðisins – rökræðunni . Þakka fyrir mig, ánægjulegt kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli