Tölvur eru víst greindar, þó svo að ég hafi ávalt haldið öðrum fram. Get sannað það með eftirfarandi sýnishorni úr póstforriti mínu.
Þannig er að mér var sendur samningur bæjarstarfsmannafélagana við launanefnd sveitarfélaga og viti menn tölvan flokkar það plagg snarlega og á sekúndubroti undir „Junk" og í mínu tilfelli þýðir hún á sannverðungan hátt innhaldið á íslensku sem „Rusl" sem er réttnefni og ákaflega viðeignandi þýðing. Skilaboðin á skjánum voru:
Subject: [RUSL] Samningar við LN
Mun ekki halda öðru fram að tölvur beri gott skynbragð a.m.k á íslenska láglaunapólitík. Kannski er það örgjörfin sem er svona snöggur að reikna innihaldið - hver veit? „In Iceland, we have a junk agreement" eru sem sagt skilaboðin inn í hina alþjóðlegu kjaramálaumræðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli