Kvíði þeim degi verulega ef að Vegagerðin verður seld eða einkavinavædd eins og nú tíðkast. Geri nefnilega fastlega ráð fyrir því að sama verði upp á teningnum og er uppi varðandi sölu Símans, þ.e.a.s. að fyrirtækið verði selt með öllu þ.m.t. dreifingarkerfinu.
Útkoman einkvædd einokun og öll önnur fyrirtæki undir Símann sett hvað varðar aðgengi að dreifikerfinu og á þeim prísum sem hið einkavædda einokunar fyrirtæki setur upp hverju sinni, verð og sem er þóknanlegt örfáum eigendum þess.
Ef Vegagerðin verður einkavædd þá má með sömu rökum halda því fram að allt vegakerfið fylgi með á sama hátt og dreifkerfið fylgir Símanum. Öll samgöngufyrirtæki, sem og almenningur hljóta því að greiða sérstaklega fyrir afnot af vegakerfinu.
Einkarekinn einokun flytur verulegt fjármagn í vasa fárra útvaldra í stað þess að nýta ágóðann til samfélagslegra málefna eins og t.d. bygginu sjúkrahúss. Fyrirtæki eins og Síminn hefur fært samfélaginu í heild björg í bú árum saman og afrakstur sjö ára starfsemi gerir okkur kleyft að byggja veglegt og fullkomið hátækni sjúkrahús.
Er það ekki skynsamara en að selja Símann t.d.hinu ameríska fyrirtæki Tele Danmark? Missa forræði yfir dreifikerfinu, sem skapar jafnframt algerlega óviðunandi rekstraskilyrði fyrir fjölmörg fyrirtæki hérlendis sem starfa í tækni,upplýsinga- og samskiptageiranum og ekki síst mun hærra þjónustuverðs til almennings en ella.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli