mánudagur, 20. október 2003

ASÍ fólk

ASÍ fólk
hefur staðið sig vel í að benda á stórfelldar brotalamir í starfsmannamálum við Kárahnjúkavirkjun. Fáránlegustu mál koma upp eins og það að aðstaða til að þurrka og geyma útiföt sé ekki fyrir hendi hvorki í mötuneyti eða í svefnskálum. Erlendir verkamenn búa því við vosbúð og kulda dögum saman.

Íslensk stjórnvöld geta ekki setið aðgerðalaus með hausinn á kafi í sandinum eins og strúturinn. Íslenskum stjórnvöldum ber að sjá svo um að verkamenn búi ekki við aðbúnað sem vart þótt boðlegur fyrir 50 -60 árum og hvað þá í dag árið 2003.

Það þýðir ekki að benda á hið ítalska verktakafyrirtæki endalaust, það hefur margsannað "umhyggju" sína gagnvart verkamönnum á staðnum, ábyrgðin er auðvitað orðin íslenskra stjórnvalda úr því sem komið er og þeim ber skylda að koma málum í það horf sem tíðkast hjá siðmenntuðum þjóðum. Annað er ekki sæmandi og í raun hneisa að slíkt skuli gerast í skjóli íslenskra stjórnvalda.

ASÍ fólk hefur verið öflugur málsvari í þessu máli og staðið sig með prýði. Þetta mál sýnir okkur því hve gríðarlega mikilvægt er að eiga öfluga verkalýðshreyfingu, afl sem stendur vörð um réttindi launafólks.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli