Samningar í nánd
og upp með vasaklútana. Rakst á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins og sá að kjarasamningar nálgast óðum. Barlómurinn ríður ekki við einteyming á þeim bæ um þessar mundir. Samtökin hefja nú í aðdraganda kjarasamninga baráttu sína fyrir áframhaldandi láglaunapólitík í landinu, ef marka má leiðara framkvæmdastjórans. Bendi fólki á slóðina http://www.sa.is/frettir/frett_nanar.asp?id=891 ( gott ef ekkasogin fylgja ekki með).
Ef að líkum lætur þá munu svipaðar greinar um verðbólgu, óstöðugleika , gengisfellingar o.fl og aðra óáran fara að birtast með auknum þunga. Og viti menn hin almenna niðurstaða hinna fjölmörgu greina hinna fjölmörgu fulltrúa SA á næstu mánuðum verða samdóma um að ekkert ráðrúm sé til kjarabóta.
Og gott ef hin óháða spádeild Búnaðarbankans og jafnvel Fjármálráðuneytið munu ekki taka undir þessi viðhorf. ( Þjóðhagsstofnun þvælist alla vega ekki lengur fyrir) Aldrei er "góð" vísa of oft kveðin að mati SA.
Hvet fólk til að lesa komandi greinar um þessi efni t.d . í Morgunblaðinu á næstu misserum. Kíkja síðan í launaumslagið sitt og velta fyrir sér hvert góðærið hefur farið - Til almenns launafólks ? ha ha ha ha!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli