Kosningarloforðin og skattalækkanir !
Öll er vitleysan eins ef marka má fjárlagafrumvarp ríkistjórnarinnar. Skattalækkun hvergi að sjá þrátt fyrir loforð þar um. Á kjörtímabilinu segja menn, en sannleikurinn sennilega sá að kosningaloforðið á að nýta sem skiptimynt í komandi kjarasamningum.
Ef kosningaloforðin eru sífellt í boði verkalýðshreyfingarinnar þá tel ég þann kost vænstan að ríkisstjórnin fari frá hið fyrsta og eftirláti væntanlegum efnendum kosningaloforðanna stjórnartaumanna.
Stöðugleikinn hefur haldist þrátt fyrir ríkisstjórnina en henni hefur algerlega mistekist í því að koma á réttlátri tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Þess í stað hefur verið staðið vel og dyggilega við bakið á efstu lögum samfélagsins á meðan að þeir sem helst þyrftu aðstoðar við eru afskiptir með öllu. Láglaunastefna og afkoma þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu ber þessu glöggt vitni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli