þriðjudagur, 30. september 2003

Bæjarbíó

Bæjarbíó
Feykilega vel heppnað framtak hjá Kvikmyndasafni Íslands að viðhafa sýningar á kvikmyndaklassík í Bæjarbíói. Billeder fra Island var á dagskrá í kvöld sem og frumsýning á stuttmynd Gunnars B Gunnarssonar og félaga . Ljómandi fínar ræmur báðar tvær, afar ólíkar enda 60 ára aldursmunur. Fassbinder var sýndur í síðustu viku og á næstunni er von á ýmsum perlum kvikmyndasögunnar. Húsfyllir var í kvöld og vonandi verður svo áfram. Kvikmyndasafnið er sem sagt sannkölluð lyftistög bæði fyrir íslenskt og ekki síður hafnfirskt menningarlíf. Ekki spillir hin virðulega umgjörð safnsins, Bæjarbíó, fyrir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli