Starfsmat
Það er komnar fínar tengingar á heimasíðu STH varðandi starfsmatið, það eru tvær krækjur á heimasíðu LN. Ein um fréttir af framvindu vinnunnar en hin um ýmislegt er tengist starfsmatinu . Fínar síður og fróðlegar, sjón er sögu ríkari, sjá www.sthafn.is
Sami samningur en sitt hvor laun ?
Margir velta fyrir sér og einnig sá sem þetta skrifar hvernig standi á því að svipuð eða sambærileg starfsheiti/störf gefi mismunandi laun eftir bæjarfélögum, þrátt fyrir að samningar séu hinir sömu? Hef verið að fara yfir mál og sé ekki betur en að verulega halli á í einhverjum tilfellum og að í einhverjum tilfellum séum við yfir.
Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöð í Garðabæ er t.d. þremur launaflokkum hærri en forstöðumaður í félagsmiðstöð í Hafnarfirði? Afar sérkennilegt, óskiljanlegur munur sem þarfnast að sjálfsögðu gaumgæfilegrar skoðunar og leiðréttingar hið fyrsta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli