þriðjudagur, 2. september 2003

1. september um land allt í gær

1. september um land allt í gær
Ekki man ég nafnið á hinum hafnfirska verklýðsleiðtoga er hóf ræðu sína með orðunum : "Félagar í dag er 1. maí um land allt". Þessi merki baráttudagur sem sagt ekki einungis bundin við Hafnarfjörð einan eins og ræðumaður benti réttilega á .

Tímamótadagurinn 1. september 2003 verður sennilega hins vegar einungis bundin við fjörðinn og sennilega eingöngu táknrænn í þeirri merkingu að ný stjórnsýsla bæjarfélagsins gildir frá þeim degi. Opnum þjónustuvers á Strandgötu 6 er hin táknræna athöfn breytinganna en eins og í hinum íslenska (bygginga)stíl þá eru mörg handtökin óunnin og alllangt í að byggingin verði fullbúin.

En allt verður að eiga sinn dag eins Jónas frá Hriflu lagði áherslu á í sögubókunum . Gott ef Ingólfur Arnason mætti ekki á svæðið þann 1. júni kl. 13:00 árið 874.
1. september 2003 kl: 09:00 er því ágætur dagur fyrir hafnfirskar sögubækur og annála hvað varðar frásögu af stjórnsýslubreytingum, ekki satt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli