þriðjudagur, 23. september 2003

Er í sumarleyfi

Er í sumarleyfi
að vísu bara dagspart og verð jafn hvítur og áður er ég kem til byggða. Er í Munaðarnesi við þá ágætu sumarleyfisiðju að kenna samningatækni á námskeiðum fyrir forystufólk BSRB. Það er alltaf jafn ánægjulegt að sjá hve fínn og kröftugur mannskapur er innan samtakanna. Námskeið þessi eru skipulögð af fræðsludeild BSRB og eru keyrð í þremur staðbundnum lotum auk þess sem fólk nýtir Webbann þess á milli. Fyrir utan samningatækni þá er fjallað um verkefnastjórnum, ræðumennsku, fundarsköp, sögu verkalýðshreyfingarinnar, samskipti við fjölmiðla, upplýsingatækni, lög og reglugerðir, hagfræði o.fl. Sem sagt félagsmálaskóli BSRB þar sem fjöldi leikinna og lærðra kemur að. Mennt er máttur.

Sólvangur
Haraldur Eggerts og Gurrý trúnaðarmaður áttu fund á Sólvangi s.l. föstudag um endurskoðun á s.k. aðlögunarsamningi. Fundurinn gekk vel og framvinda mála með ágætum. Fundir um sama efni verða á Heilsugæslunni innan tíðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli