sunnudagur, 7. september 2003

Sem endranær
ritar Ögmundur vinur minn af skynsemi og nú í grein í Mogganum um daginn. Umfjöllunin, kjör opinberra starfsmanna versus kjör almenna vinnumarkaðarins sérstaklega m.m.t. lífeyrisréttinda. Sjón er sögu ríkari, greinin er hér
Ögmundur heldur úti mjög virkri og góðri heimasíðu, slóðin er ogmundur.is

Frelsi, frelsi, frelsi........ auðmagnsins
GATS umræðan komin á fullt og gott frumkvæði sem við BSRB-arar höfum haft í þeim efnum. Páll Hannesson sérfræðingur BSRB flutti stórfróðlegt erindi um þetta mál á kynningarfundi utanríkisráðuneytisins. Hvet fólk til þess að kynna sér málið. Sjá erindið hér .

Engin ummæli:

Skrifa ummæli