Háskólinn i Greenwich
og Dr. David Hall prófessor eru aldrei nefndir á nafn eða í heyrandi hljóði hjá einkavæðingarliðinu hérlendis. Hvers vegna ekki? Sennilega vegna rannsókna þessa virta háskóla á einkavæðingu um víða veröld og afleiðingar hennar fyrir almenning. Nú nýverið var að koma út ný skýrsla um vatnsveitur. Sjá athyglisverða samanburðartöflu um kostnað,Table 2, á blaðsíðu 3. Öll skýrslan hér.
Háskólinn í Greenwich tók út Farum einkavæðinguna og komst að þeirri niðurstöðu að verið hefði um trúarlega nálgun gagnvart einkavæðingu opinberrar þjónustu að ræða frekar en almenna skynsemi. Hefðbundin gildi eins og rekstur, debet og kredit, því vikið fyrir ofsatrú ráðamanna á einkavæðingu sem heildarlausn í opinberum rekstri. Farum endað sem kunnugt er með algeru gjaldþroti bæjarfélagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli