Fór til sálfræðings í hádeginu
enda ekki vanþörf á. Var reyndar í hópi bæjarstarfsmanna sem sóttu fyrirlestur í hádeginu í bókasafninu.
Fræðingurinn taldi einhverja bæjarstarfsmenn á þá skoðun að Pollyanna og hennar geðlag væri heppilegt í lífsins ólgu sjó. Veit það ekki, í verkalýðsmálum myndi Pollyanna nýtast illa enda slöpp á mótbárunni sem oft er hlutskipti verkalýðsforingja. Hins vegar er örugglega þægilegt að brosa ávallt út í annað og sjá alltaf það góða í hinum misgreindarlegum ráðgerðum mannskepnunnar. Pollyönnur allra landa fella sig því við stjórnsýslubreytingar af öllum hugsanlegum toga og ávallt með bros á vör, Gott “attitjút” , veit það ekki ?
Hitt er
annað mál því hádegisfyrirlestrar á vegum fræðsludeildar bæjarins eru gott framtak þó svo að menn þurfi ekki endilega að taka allt gott og gilt sem þar kemur fram, gagnrýnin hugsun er auðvitað kostur. Já takk - fleiri fyrirlestra í hádeginu, fínt framtak.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli