fimmtudagur, 12. febrúar 2009

Veist þú hvar barnið þitt...

... er á Netinu auglýsir Síminn og bendir á netvara sem fyrirtækið býður áskrifendum sínum.

“Með Netvaranum fær heimilið öflugt tæki til að útiloka óæskilegt efni á netinu og koma þannig í veg fyrir að börn og unglingar villist þangað sem þau eiga alls ekki erindi.”

Er gott og gilt svo langt sem það nær – sem er stutt því á vef fyrirtækisins Ja.is er illa dulbúinn brennivínsauglýsing – ætli netvörnin virki gegn því ?

Þvílík lágkúra af hálfu fyrirtækisins og virðingarleysi gagnvart þeim börnum og unglingum sem nýta sér þjónustu Ja.is

1 ummæli:

  1. Sá líka að Síminn dreifir auglýsingum um netspilavíti. Reyndar voru sú auglýsing í auglýsingatíma á Stöð 2 en Síminn dreifir.


    Kannski er þetta hluti af markaðssetningu á Netvaranum.

    Er annars löglegt að auglýsa fjárhættuspil á netinu?

    SvaraEyða