Annan mann
kannast ég við sem stóð í hagsmunagæslu fyrir sjávarútveginn árum saman . Gerði það með eindæmum vel. Svo vel að blessaður fiskurinn í kringum landið og jafnvel víðar átti sér ekki undankomu auðið, einstefna í veiðafæri vina hans hinn blákaldi veruleiki hins íslenska fiskistofns.
Taktíkin var einföld , því að í hvert skipti sem blessuð stjórnamálmönnunum datt í huga að smábátasjómenn og jafnvel hinar dreifðu byggðir landsins ættu að fá nokkra fiska í sinn hlut, svona rétt til þess að menn gætu gert sér eitthvað til dundurs í fásinninu, þá birtist hann í öllum hugsanlegu og óhugsanlegum fjölmiðlum og vann málið á tárakirtlunum einum saman.
Lá á stundum við að tárabunan stæði beint út í loftið, úr báðum augunum samtímis, um leið og hagsmunagæsluaðilinn tilkynnti að landið leggist í auðn ef sægreifarnir misstu 1-2 þorska til alþýðunnar, sem auk þess kynni ekkert með auðlindina að fara.
Táraflóðið ómælt í áranna rás og í raun aðdáunarvert hve vel tárakirtlarnir hafa staðist hið mikla og sífellda álag.
Mitt ráð til hagmunagæslumanna, í ljósi síðasta pistils um krankleika í hálsi, er því það að ef hin táknræna "nei" hreyfigeta er í lamasessi - nýtið þá tárakirtlana í staðin, þeir eru nokkuð vannýtt auðlind í baráttunni gegn betri launum almennings.
"Ef láglaunafólkið fær meira kaup þá fer allt í.... vitleysu ...verðbólgu ... ekkasog , ekkasog .... gengisfelling .... meiri tár ..... ekkasog ....o.sv.fr" Sem sagt endurtekið í sífellu sömu rulluna og eftir þörfum hverju sinni.
Það mun því væntanlega í fyllingu tímans fara fyrir öllum peningunum í landinu eins og fyrir fiskunum , allir aurarnir rata í örfáa vasa og þar sem allir hinir peningarnir eru þegar niður komnir - Og þá er auðvitað tilganginum náð - ekki satt ?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli