Sniðgöngum auglýstar áfengistegundir
Er óvænt lentur í ritdeilum á hinum ágæta vef www.skodun.is. Tilefnið áfengisauglýsingar, en sem kunnugt er þá eru lög um bann við þeim þverbrotnar og það sem verra er að hið opinbera virðist láta það algerlega óáreytt?
Veit það í gegnum starf mitt sem æskulýðsfulltrúi að mörgum forráðamönnum blöskrar hve langt menn ganga í brotunum og undrast auðvitað hvers vega ekkert sé gert til þess að spornar við þeim.
Eru viðskiptahagsmunir mikilvægari en velferð barna og unglinga? Um þetta deila menn, frjálshyggjan er ekki í vandkvæðum með valið - auðvitað viðskiptahagsmunir - Gef ekki mikið fyrir slíka lífsýn og velti fyrir hugtökum eins og "samábyrgð" og hvort"samfélagið" eigi að vera hrúga af einstaklingum sem ekkert varðar um annað en eigin nafla?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli