Dagskinnan
Hlutverkið er einfalt, að segja hlutina hverju sinni eins og þeir blasa við undirrituðum og út frá þeim hagsmunum er við í verkalýðshreyfingunni stöndum vörð um. Vera trúr sannfæringu sinni og benda á það sem betur má fara. Augljóslega margt í þeim efnum eins og fram kemur í pistlum á dagskinnunni.
Sem betur fer er einnig margt sem endar vel ( svo ég hughreysti lesanda einn sem finnst Dagskinnan nokkuð óvilhöll vinnuveitendum og tóninn fullhvass á stundum ?)
Minnist í þeim efnum nokkurra verulega erfiðra úrlausnarefna er tengdust áföllum eða veikindum félagsmanna þar sem að bæjaryfirvöld stóðu sig með mikilli prýði og hafa oft teygt sig langt út fyrir þær skyldur sem þau hafa í slíkum málum. Mannlegt kerfi, á stundum, þrátt fyrir allt og ekkert nema gott eitt um það að segja og mér bæði ljúft og skylt að koma því á framfæri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli