Til hamingju Hafnarfjarðarbær
Mál Mörtu Bergmann fv félagsmálastjóra. Þyrnum stráð sex ára þrautargöngu loksins lokið. Til hamingju með það en best hefði auðvitað verið að niðurstaða bæjarráðs hefði verið samhljóða niðurstaða allra bæjarráðsmanna. Því verður vart trúað, í ljósi forsögu þessa máls, að einhverjir bæjarfulltrúar hefðu viljað láta dæma Hafnarfjarðarbæ til greiðslu skaðabóta vegna kol ólöglegrar uppsagnar ?
Sjá úr fundargerð bæjarráðs:
"13. Starfslokasamningur Mál nr. BR040036
Lögð fram tillaga að sátt í tilefni af starfslokum fyrrverandi félagsmálastjóra.
Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum. Bæjarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.
Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar óska bókað: "Lögmenn á vegum bæjarins telja að það sé skynsamlegt og rökrétt að ná sátt í málinu vegna starfsloka fyrrv. félagsmálastjóra frekar en að málið fái lyktir í dómskerfinu." "
Engin ummæli:
Skrifa ummæli