fimmtudagur, 23. september 2004

Vinir mínir Svíar og einkavæðingin

Samkvæmt ítarlegri skýrslu Samkeppnisstofnunar Svíþjóðar um einkavæðingu kemur fram að verðhækkanir hafa verið verulegar umfram vísitölu. Dæmi um slíkt er að raforkuverð hefur hækkað um 77 % , póstþjónusta um 9 % , miðar í járnabrautir um 68%.. Afnám opinberrar gjaldskrá fyrir leigubílaakstur hefur leitt til 40 % hækkunar.

Einkarekin einokun er ávísun á okurprísa til almennings. Hvar er þessi hagræðing og hvers vegna skilar hún sér ekki til almennings? Var það kannski ekki markmiðið með þessu öllu saman? Hljómar kunnuglega!

Afar athyglisverð skýrsla sem auðvitað er ekki er hægt að gera fullnægjandi skil á þessum vettvangi en í lokakafla segir m.a. að setja þurfi sérstaka löggjöf og stórefla eftirlitsstofnannir enda séu leikreglur afar óljósar sem leitt hafi til þess að hækkanir hafi orðið verulega umfram það sem gert var ráð fyrir með þessu “frjálsa” fyrirkomulagi .

Fín umfjöllun um þetta mál á heimasíðu BSRB og einnig má nálgast hina sænsku skýrslu í heild á slóðinni http://www.kkv.se/bestall/pdf/rap_2004-3.pdf Athyglisverð lesning og umfangsmikil.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli