Vona svo sannarlega að kennurum gangi vel í kjarabaráttu sinni, ekki veitir af. Blæs á það áróðursbragð að kennarar hafi fengið hækkanir umfram aðrar stéttir vegna þess að um það hafi verið þjóðarsátt?
Málið er einfalt, íslensk láglaunapólitík er þjóðfélagslegt böl og kennarar þessa lands hafa verið dugmiklir í tilraunum sínum til að kveða þennan draug í kútinn. Þegar að Launanefnd sveitarfélaga varð að gefa eftir í síðustu kjarasamningum og hækka kennara meira en þeirra grjótharða láglaunapólitík gerði ráð fyrir, þá hét það að það væri "þjóðarsátt" um að hækka kennara umfram aðra.
Staðreyndin er hins vegar einfaldlega sú að kennarar hafa lagt hart að sér og náð af þeim sökum einum saman árangri.
Það er nefnilega svo að það skiptir nánast engu máli hvar stigið er niður fæti í hinu almenna íslenska launaumhverfi, alstaðar eru við í skussaflokki, einnig kennarar. Allar hagstærðir í þessu þjóðfélagi eru hins vegar hagstæðar. Allur samanburður íslenskra launþega stenst engan vegin samanburð við þær þjóðir sem við berum okkur saman við?
Hin grjótharða íslenska láglaunapólitík á sér því engar efnahagslega forsendur og er í mínum huga einungis staðfesting á þeirri gjá óréttlætis og stéttaskiptingar sem er og hefur verið að myndast í íslensku samfélagi. Gjá milli hins almenna launamanns og ofurlaunaðar yfirstéttar hefur aldrei verið meiri.
Næstu kjarasamningar munu snúast um sanngjörn skipti. Til þess að svo megi verði sýnist mér einsýnt að færa verður einhverjar fórnir. Kjarabætur koma ekki af sjálfum sér og ljóst að aðferðir síðustu kjarasamninga hafa ekki gefið okkur þá hlutdeild í margyfirlýstu góðæri , sem okkur ber. Leiðréttingar verður því að sækja með öðrum aðferðum en gert hefur verið - ekki satt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli