miðvikudagur, 29. september 2004

Vinir & vandamenn / fundir & fundir

Af vinum og vandamönnum Kom ekki á óvart hvernig skipan hæstaréttardómara varð! Málið í mínum huga afar einfalt. Viðkomandi er fulltrúi ákveðinnar valdaklíku í landinu og auðvitað valin í dóminn sem slíkur. Og ekki í fyrst sinn því mönnum er enn í fersku minn þegar að "frændinn " fékk jobbið í fyrra.
Alveg með ólíkindum að okkar fremstu fræðimenn eigi ekki möguleika og að fram hjá þeim sé gengið með nánast kerfisbundum hætti.
Gef lítið fyrir röksemdir annars ágæts fjármálaráðherra fyrir valinu , fannst þau eins sannfarandi og að réttinn vantaði akkúrat núna örvhentan dómara.

Fundur vegna Orkuveitu Suðurnesja
Í dag hittust trúnaðarmenn STH og STFS á fyrst fundi til að undirbúa komandi kjarasamninga, en þeir renna út 1. nóvember n.k.

Fundur um starfsmat
Ekki þori ég að nefna neina dagsetningu varðandi starfsmatið, og þó! Get sagt það að vonandi verður þess ekki langt að bíða að niðurstöður fáist og að í þeim tilfellum sem það á við verði hægt að fara að greiða samkvæmt því og leiðrétta laun aftur til 1.desember 2002.
Fundað var um málið síðdegis og ljóst að róið verður að því öllum árum að það takist að ganga frá matinu að hluta til eða öllu leyti þann 1. nóvember 2004? Hvort það tekst? Vonum það besta!

Aðlögunarsamningur á Sólvangi í síðustu viku lauk vinnu s.k. aðlögunarnefndar STH og Sólvangs og þar með er vinnu við ríkissamninginn lokið. Athyglisvert er að ríkið sem ekki hefur alltaf þó fara vel með laun til sinna starfsmanna er nú á mörgum sviðum komið langt fram úr sveitarfélögunum hvað þetta varðar.

Sveitarfélögin hafa afsalað sér öllum áhrifum og falið launanefnd sveitarfélaga umboð sitt í þessum málum með þeim dapurlega árangri að nú ríkir ákaflega metnaðarlaus launastefna sem byggir á því einu að viðhalda lægstu viðmiðum,hvað sem tautar og raular.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli