fimmtudagur, 27. september 2007

Auglýsingar og börn

Sjónvarp allra landsmanna RÚV auglýsir ekki bara áfengi. Margar auglýsingar í kringum barnaefni eru langt handan við siðferðileg mörk og ekki í samræmi við lög. Ég hef um langa hríð undrast hve lengi og með hve gófum hætti RÚV þverbrýtur löggjöf af þessum toga að virðist algerlega átölulaust.

Ef RÚV getur ekki viðhaft virðugleika sem slíkri stofnun ber, þá þarf stofnunin utan að komandi aðstoð. Handhafi hlutabréfsins þarf að taka í taumana ef ekki vill betur til - Hvað ætla menn að gera ef RÚV /útvarpsstjóri verður dæmur fyrir brot á áfengnislöggjöfinni eða vegna ólöglegra auglýsinga í kringum barnaefni. Ekki ætlar RÚV að láta dæma sig til þessað fara eftir landslögum.

Það er auðvitað bara einn möguleiki þegar og ef þessi staða kemur upp, útvarpsstjóri stendur upp og fer. RÚV - útvarp allra landsmanna hefur ríkar skyldur og þarf að standa undir nafni - einhver smákrimma viðhorf eins þessu áráttubrot bera vott um eru langt fyrir neðan virðingu RÚV og hvorki RÚV né neinum öðrum miðlum sæmandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli