miðvikudagur, 5. maí 2004

Sniðganga / bojkott

Sniðganga / bojkott
Hraunið fjarri lagi ef þú ert í jakkafötum og brýtur lög. Tryggingarfélögin sleppa létt frá víðtæku ,lagvarandi og ólöglegu samráði. Olíufélöginn freista þess að semja? Velti fyrir mér hvað það er í þjóðarsálinni sem gerir það að verkum að fólk lætur þetta ganga yfir sig og hristir þetta af sér eins og hverja aðra óværu. Hve mikla og langvarandi óvirðingu má ráðherra sína lögum landsins? Hve bjánaleg lög er hægt að setja og hve langt er hægt að ganga fram af fólki átölulaust eða án nokkurra eftirmála Er íslenska þjóðarsálin eins og maðurinn sem ávallt sagði þegar að "gaf á" í lífsins ólgu sjó, "verra gat það verið". Velti þessu oft fyrir mér ,ótrúlegt langlundargeð landans og Pollyönnu-legt viðhorf

Ef manni er misboðið
Var heppin að vera uppfóstraður um í tíma í ríki Svía. Lærði mikið af þeim og verð fyrir það þakklátur. Varð það á, þegar ég nýkomin til landsins fór út að borða með nokkrum samstúdentum mínum, að panta kóka kóla með matnum. Sá strax á félögum mínum að ég hafði gert eitthvað vitlaust en vissi ekki hvað ? Eftir nokkurt fum þá vindur skólabróðir minn sér að mér og segir:"Árni ég veit að þú ert nýkomin til landsins og ekki víst að þú vitir að Kóka kóla kompaníð hefur orðið uppvíst að glæpum gangvart starfsfólki sínu í tilteknu landi í suður Ameriku og það sem verra er að baráttumenn þessa fólks hafa horfið sporlaust... til þess að sýna hug okkar í verki gagnvart fyrirtækinu þá er samstaða um það að sniðganga kóka kóla í þessu landi "

Peningakassinn er kjörkassi fyrirtækjanna
Salan fór niður í 5 % af venjulegri sölu á nokkrum mánuðum og hefur nú fjölmörgum árum seinna ekki náð fyrri styrk.
Skilaboðin skýr - fólki misbýður - fólk sýnir hug sinn í verki á einfaldan en áhrifaríkan hátt.
Af þessu getum við mikið lært og ætti að vera okkur til eftirbreytni sérstaklega á þessum "síðustu og verstu" þar sem ærin tilefni hafa gefist til þess að sýna hug sinn i verki. Peningakassinn er kjörkassi fyrirtækjanna og það sem ekki kemur í hann eru ekki síðri skilaboð en t.d. þau skilaboð sem almenningur sendir stjórnmálamönnum í formi kjörseðla í kjörkassanna á fjögurra ára fresti. Hvoru tveggja á maður að nýta sér til hins ýtrasta hvort sem um er að ræða að sýna hug sinn varðandi siðlaust viðskiptilíf eða siðlausa pólitík.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli