Veit það ekki
en held að við höfum gengið of snemma í Evrópusambandið segir Markus hinn eistneski. Við vitum ekki hvernig þjóð við erum og hefðum þurft 10 – 15 ár til þess að komast að því. Árin undir ráðstjórnarríkjum reyndust okkur erfið og við vitum ekki lengur hver okkar raunverulegi þjóðarkarakter er. Hin eistneska þjóðarsál þarf tíma og rými sem ég er ekki viss um að finnist innan Evrópusambandsins.
Er sem sagt búin að vera í Tallinn í Eistlandi í erindagjörðum sem formaður UFN, samtaka norrænna félagsmiðstöðva, erindið að funda með samtökum félagsmiðstöðva þar í landi sem óðum eru að komast á legg. Í ráði er að bjóða hinum nýstofnuðu eistneskum samtökum aukaaðild að hinum norrænu samtökum. UFN hefur verið að aðstoða Baltnesku þjóðirnar varðandi uppbygginu í þessum málaflokki. Eistar er lengst komnir meðal Baltnesku landanna. Lettland og Litháen eiga lengra í land. Það er athyglisvert hve ólíkar þessar þjóðir eru þrátt fyrir landfræðilega nálægð. Tengsl landanna er mun minni en ætla mætti m.a. vegna ólíkar tungumála.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli